fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Ómar undrandi: Varla gerst áður hér á landi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 18:00

Ómar Ragnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður og þúsundþjalasmiður er hálf orðlaus yfir þeirri ákvörðun Björgólfs Jóhannssonar að hætta sem forstjóri Icelandair Group.

Greint var frá því í gærkvöldi að Björgólfur myndi hætta og er ákvörðunin rakin til nýrrar afkomuspár félagsins sem lækkaði frá því sem áður var.

Björgólfur Jóhannsson.

Í tilkynningu var haft eftir Björgólfi að ákvarðanir hans hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann beri ábyrgð á því gagnvart stjórn félagsins og hluthöfum.

Ómar segir á bloggsíðu sinni að þetta sé í raun einsdæmi í íslensku efnahagslífi.

„Þeir frammámenn í íslensku efnahagslífi, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, sem og stjórnmálum, sem hafa oft talið sig eiga kröfu á svimandi háum launum og sporslum, hafa venjulega gert það með þeim rökum að svo mikil áhætta og ábyrgð fylgi þessum störfum þeirra og stöðu, að launin verði að vera svona há,“ segir Ómar og bætir við að hingað til hafi ástandið hér á landi verið þannig að það marki tímamót í íslensku viðskiptalífi að forstjóri Icelandair segi af sér, eða láti af störfum, vegna atburða sem urðu á hans vakt.

„Þetta er nokkuð, sem varla hefur nokkurn tíma gerst í áratugi hér á landi, á sama tíma sem þetta hefur verið alsiða í öðrum löndum. Það segir sína sögu um margt í þjóðlífi okkar, að Bjögólfur Jóhannsson teljist vera brjóta blað í íslenskri viðskiptasögu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Í gær

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“