fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

 Guðmundur Felix: „Núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það tók rosalegan tíma að lenda í kerfinu en núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi. Það er skrýtin staða að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í samtali við Fréttablaðið í dag.

Guðmundur slasaðist illa og missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tuttugu árum. Hann hefur beðið eftir að geta gengist undir handaágræðslu í Frakklandi undanfarin ár, en nokkur ár eru síðan blásið var til söfnunar fyrir Guðmund þar sem um 40 milljónir söfnuðust.

Beðin eftir aðgerðinni hefur verið löng og ströng og verður heimildarmynd um málið frumsýnd í Bíó Paradís í vikunni. Þar er fylgst með ferlinu, biðinni og baráttunni við kerfið.

Í Fréttablaðinu segir Guðmundur að þetta sé spennandi en kvíðvænlegt á sama tíma. Guðmundur er búsettur í Lyon en hann segist ávallt fá sömu spurningarnar þegar hann hittir Íslendinga.

„Myndin sýnir hvað er búið að vera í gangi og hvers vegna ég er ekki enn kominn með hendur. Það er heilmikið búið að vera að gerast þó að ég hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“ segir Guðmundur og bætir við, eins og kemur fram hér að framan, að hann sé að bíða eftir því að einhver deyi.

„Að vonast eftir að þetta fari að gerast sem aftur þýðir að maður er að vonast eftir að einhver deyi. Þetta er siðferðilegt dílemma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Í gær

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“