fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Herinn sakaður um þjóðarmorð í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. ágúst 2018 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herinn í Mjanmar hefur gerst sekur um þjóðarmorð vegna meðferðarinnar sem Róhingjar hafa mátt þola í landinu á undanförnum misserum. Talið er að fleiri þúsund Róhingjar hafi verið drepnir á undanförnum tólf mánuðum og hefur aðförunum verið líkt við þjóðernishreinsanir.

Róhingjar, sem flestir eru íslamstrúar, hafa lengi átt undir högg að sækja í Mjanmar en meirihluti íbúa Mjanmar er búddatrúar. Róhingjar fá ekki ríkisborgararéttindi í landinu og því eru þeir sem tilheyra þessu þjóðarbroti í raun ríkisfangslausir. Fá þeir til dæmis ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu eða menntun eins og aðrir landsmenn.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem breska blaðið Guardian vitnar til kemur fram að rannsóknarnefnd sem skoðað hefur málið geti fullyrt að her landsins hafi gerst sekur um alvarleg brot gegn alþjóðalögum. Dæmi væru um að hermenn stunduðu handahófskennd dráp á fólki, konum væri hópnauðgað, börn væru lamin og heilu þorpin brennd til grunna. Þá væri fólki rænt, það fangelsað, pyntað og hneppt í þrældóm.

Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna var meinaður aðgangur að landinu en skýrslan byggði meðal annars á viðtölum við 875 vitni sem flúið höfðu landið. Talið er að á síðustu tólf mánuðum hafi 25 þúsund manns verið myrtir og yfir 700 þúsund hafa flúið yfir til Bangladess.

Brad Adams, framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Asíu, sagði að skýrslan sýndi, svart á hvítu, að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið gripi til róttækra aðgerða. Í skýrslunni var mælst til þess að Alþjóðastrímsglæpadómstóllinn myndi taka málið til rannsóknar.

Yfirvöld í Mjanmar hafa þvertekið fyrir að þjóðarmorð hafi átt sér stað í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið