fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

John McCain látinn: Stríðshetja, forsetaframbjóðandi og harðjaxl

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 10:26

John McCain. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stjórnmálamaðurinn John McCain er látinn eftir baráttu við krabbamein. McCain, sem var 81 árs þegar hann lést, var þingmaður Arizona til fjöldamargra ára og þá barðist hann um forsetastólinn við Barack Obama í kosningunum 2008.

McCain lést í gær, umvafinn fjölskyldu sinni að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum hans.

John McCain naut mikillar virðingar hjá stórum hópi fólks, ekki síst vegna staðfestu sinnar við að fylgja eigin sannfæringu. Hann hefur ekki legið á skoðunum sínum um Donald Trump Bandaríkjaforseta til dæmis.

Áður en pólitískur ferill hans fór af stað var hann stríðsfangi í fimm og hálft ár í Víetnam en hann var tekinn höndum eftir að flugvél hans var skotin niður. 


Þegar honum var boðið að vera látinn laus úr haldi hafnaði hann því og krafðist þess að þeir stríðsfangar sem höfðu verið lengst í haldi skyldu látnir lausir fyrst.

Hann var forsetaframbjóðandi repúblikana 2008 og barðist um forsetastólinn við Barack Obama sem sigraði eins og kunnugt er. Eftir að McCain greindist með illkynja heilaæxli í fyrrasumar sendi Obama honum einmitt kveðju á Twitter:

„John McCain er bandarísk hetja og einn sá hugrakkasti baráttumaður sem ég hef nokkru sinni hitt. Krabbameinið veit ekki við hvern það er að berjast. Give it hell, John.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“