fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Sigurður Ingi ræsir Kia Gullhringinn í dag 

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram á Laugarvatni í dag en það er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin. Um það bil 600 keppendur eru skráðir til leiks og munu þeir hjóla eftir vegum uppsveita Árnessýslu. Keppnin verður ræst klukkan 16:00.

Heiðursgestur KIA Gullhringsins í ár Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra mun ræsa keppnina.

KIA Gullhringurinn er haldin á Laugarvatni ár hvert og hjólað er um Skálholt, Bræðratungu og Þingvelli. Hefð hefur skapast fyrir því að stór hópur áhorfenda safnist saman á Laugarvatni. Alveg upp að Biskupstungnabraut og niður eftir Biskupstungum safnast fólk saman við þjóðveginn og hvetur keppendur áfram og fylgist með sér til skemmtunar.

Umferðartafir við Laugarvatn

Vegna keppninnar má búast við tímabundnum töfum á umferð í gegnum Laugarvatn á tímabilinu frá 15:30 til 16:30 og aftur frá 18:00 til 20:00. Tímabundin lokun verður í vesturátt frá Biskupstungnabraut að Laugarvatni á tímabilinu 15:45 til 16:30 (Hægt að keyra niður Biskupstungnabraut og upp frá Svínavatni eða um Reykjaheiði). Opið verður fyrir umferð frá Laugarvatni að Biskupstungnabraut. Lokað verður fyrir umferð í báðar áttir frá Svínavatni að Laugarvatni á tímabilinu 18:30 til 19:30 en þá verður hægt að koma að Laugarvatni lengri leiðina yfir Reykjaheiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru