fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Hryllingur á skosku munaðarleysingjahæli

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nunnur eru meðal þeirra sem handteknir hafa verið í tengslum við rannsókn skoskra yfirvalda á barnamisnotkun á Smyllum Park-munaðarleysingjahælinu. Um er að ræða heimili sem rekið var af kaþólsku kirkjunni og var lokað árið 1981.

Alls voru tólf handteknir í aðgerðum skosku lögreglunnar í gær, ellefu konur og einn karl en fólkið er á aldrinum 62 til 85 ára. Rannsóknarnefnd hefur unnið að málinu undanfarin misseri og rætt við börn sem bjuggu á staðnum á sínum tíma.

Börnin á heimilinu voru í umsjá nunnanna og bárust nefndinni margar hryllingssögur. Börn hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi, þau lamin, neydd til að borða ælu og niðurlægð ef þau pissuðu undir. Þá eru grunsemdir um að barn hafi dáið á heimilinu eftir að það var skilið nakið eftir úti í rigningunni í þrjá klukkutíma í refsingarskyni. Þá líkti einn heimilinu við útrýmingarbúðir nasista.

Í frétt breska blaðsins Independent kemur fram að til viðbótar við þessa tólf einstaklinga sem voru handteknir verði fjórir tilkynntir til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra skuli gefin út. Lafði Smith, hæstaréttardómari sem hefur farið með rannsókn nefndarinnar, mun að líkindum birta skýrslu um munaðarleysingjahælið á næstu vikum.

Um ellefu þúsund börn bjuggu í Smyllum Park meðan það var starfrækt á árunum 1864 til 1981.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Í gær

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu