Meðfylgjandi ljósmyndir sem Einar Gíslason, íbúi í Eyjafjarðarsveit deilir á facebooksíðu sinni hafa vakið mikinn óhug. Þar gefur á að líta sauðfé úr sveitinni sem orðið hefur fyrir fólskulegri árás lausagönguhunda. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu.
„Þetta er hryllingur. Þeir eru ekki fundnir en fólki er brugðið,“ segir Einar í samtali við DV.is en hann er eigandi annars lambsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik af þessu tagi á sér stað í sveitinni. „Ég veit um eitt dæmi hér í fyrra sá hundur var aflífaður.“
„Í gær varð vart við óróleika í Staðarbyggðafjalli. Þegar að var gáð voru þar tveir hundar á ferð svartur og brúnn. Þeir voru búnir að drepa lamb og skaða annað svo mikið að það þurfti að aflífa það.Nú þarf að finna sökudólgana svo þetta endurtaki sig ekki,“ ritar Einar í færslunni.
Hann biðlar um leið til fólks á svæðinu að hafa augun opin og láta vita ef vart verður við hundanna tvo, eða við óróleika í fé í fjallinu.