Um þessar mundir er Bílastæðastjóður að taka í notkun nýja tegund stöðumæla. Breytingin hefur það í för með sér að ekki þarf lengur að prenta út svokallaðan tímamiða eftir að greitt hefur verið fyrir stæði.
Með nýju stöðumælunum er slegið inn bílnúmer þegar greitt er fyrir bílastæðið og við það þarf ekki að ganga með tímamiðann í bílinn.
Stöðumælarnir taka bæði debet og kreditkort og eru með þráðlausum kortalesara.
Hér að neðan er myndband sem sýnir virkni nýju stöðumælana.
https://www.facebook.com/bilastaedasjodur/videos/280676216079515/