fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Móður brá verulega þegar hún leit ofan í nestisbox sonar síns – „Þetta þurfa foreldrar að vita“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar skólarnir eru að byrja er ekki úr vegi að fara yfir þá hluti sem börnin þurfa að taka með sér í skólann. Nestisboxin eru þar á meðal en mikilvægt er að gæta þess að þau séu hrein þegar ferskur matur er settur í þau.

Breskri móður, Grace Bollen að nafni, brá verulega í brún þegar hún ákvað að opna nestisbox sonar síns sem var að byrja aftur í skólanum í vikunni. Þegar Grace reif burt plaststykki undir lokinu blasti við henni ófögur sjón; mikil mygla hafði safnast saman undir lokinu.

Grace birti myndirnar á Facebook og er óhætt að segja að þær hafi vakið athygli og marga til umhugsunar. Ómögulegt var að sjá mygluna nema rífa burt plastið.

„Það var eitthvað sem fékk mig til að rífa þetta plast af. Þetta er það sem ég fann. Mér ofbýður,“ sagði Grace í færslu sinni og bætti að henni liði illa yfir því að sonur hennar hefði borðað mat sem geymdur var í boxinu. Hún segist hafa skolað boxið samviskusamlega eftir hverja notkun en ekki áttað sig á þessu fyrr en nú.

„Mitt ráð: Ekki kaupa nestisbox sem ekki er hægt að þrífa að öllu leyti. Endilega deilið. Foreldrar þurfa að vita þetta!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“