fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Matvælastofnun varar við neyslu á ólöglegu fæðubótarefni: Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og sölu á DNP

Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 12:05

Hin 21 árs gamla Eloise Perry lést af völdum neyslu á DNP.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega féll dómur í Bretlandi yfir manni sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandi var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis. Varað er við neyslu á fæðubótarefnum sem innihalda DNP.

Árið 2015 lést 21 árs háskólanemi á spítala eftir að hafa tekið 8 töflur af efninu 2,4-dínítrófenól eða DNP. Framleiðsla og sala á DNP til manneldis er ólögleg. Þetta er í fyrsta skipti sem dómur fellur í Bretlandi fyrir að selja DNP til manneldis.

„Þessi sakfelling sendir skýr skilaboð til þeirra sem reyna að hagnast af ólöglegri sölu eiturefna til manneldis“, er haft eftir starfsmanni bresku matvælastofnunarinnar FSA. Rannsókn FSA kom upp um hinn sakfellda.

Matvælastofnun hefur ítrekað varað við neyslu á DNP, sem enn virðist finnast á markaði. Efnið er mjög eitrað og ætti aldrei að neyta vegna þeirra alvarlegu aukaverkana sem því fylgja. Sala á fæðubótarefnum/matvælum sem innihalda DNP er ólögleg skv. matvælalögum.

Þeir sem verða varir við vörur sem innihalda 2,4-dínítrófenól (DNP) og eru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annarskonar sölu eru hvattir til að senda Matvælastofnun ábendingu eða upplýsa heilbrigðiseftirlitið á viðkomandi svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar