fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Óhugnanleg árás á 14 ára ungling í Breiðholti: Þrír fullorðnir menn reyndu að taka af honum vespuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 22:47

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 ára unglingur í Breiðholti varð fyrir því í kvöld að þrír fullorðnir karlmenn réðust að honum og reyndu að ræna af honum vespu sem hann ók. Drengurinn gaf þá lýsingu á mönnunum að þeir hefðu verið um tvítugt og af erlendum uppruna, líklega frá Austur-Evrópu.

Móðir drengsins, Eva Dögg Þórhallsdóttir, greinir frá atvikinu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Þar greinir hún einnig frá því að sífellt hafi verið reynt að saga í sundur lásinn á vespunni:

Þrír fullorðnir menn á tveimur rauðum vespum stoppuðu 14 ára son minn þar sem hann var að keyra á vespunni sinni í kvöld og reyndu að taka hana af honum með valdi. Hann slapp frá þeim en þeir eltu hann dágóða stund áður en þeir gáfust upp og hurfu. 
Ekki nóg með að það sé endalaust verið að reyna að saga á lásinn, núna eru þessir aumingjar farnir að reyna stela vespum með því að ógna börnunum sem eiga þær! Hvað er í gangi????

Eva Dögg féllst á að ræða við DV um málið og sagði hún að mennirnir hefðu elt son hennar frá Vesturbergi að Seljaskóla: „Þeir stóðu úti á miðjum göngustíg og einn þeirra hélt hendinni út og gaf honum merki að stoppa. Hann hægði á ferðinni en þegar hann var kominn alveg að þeim stukku þeir allir að honum og hann fattaði þá hvað væri að gerast og gaf þá í og sveigði framhjá þeim. Þá hoppuðu þeir á sína vespur og veittu hinum eftirför,“ segir Eva.

Sonur Evu segir mennina hafa virst um tvítugt, hugsanlega eldri, þeir komu honum fyrir sjónir sem Pólverjar en hann getur ekkert fullyrt um þjóðerni þeirra annað en að þeir voru ekki íslenskir.

Lögregla er að vinna í málinu

Eva tilkynnti málið til lögreglu í kvöld og var henni þá tjáð að lögregla kannaðist við þessi vinnubrögð og var hún að eltast við vespuþjófa í hverfinu í kvöld. Ekki liggur yfir hvort lögreglan er búin að hafa hendur í hári þrjótanna sem réðust að syni Evu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“