Þessar myndir er teknar af íslensku heimili eftir bruna út frá spjaldtölvu sem skilin var eftir í sófa. Nánast allt innbúið eyðilagðist og miklar skemmdir urðu á húsinu.
Greint er frá þessu á facebooksíðu VÍS og hefst færslan á orðunum: „Ekki láta þetta gerast heima hjá þér!“
„Þó slíkir atburðir séu ekki algengir þá gerast þeir ekki bara í fréttum utan úr heimi heldur einnig hér á Íslandi,“ kemur jafnframt í færslunni en þess má geta að umrætt spjaldtalva var ekki skilin eftir í hleðslu.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát þegar spjaldtölvur, fartölvur og snjallsímar eru skilin eftir.
„Skiljum spjaldtölvur, sem og aðrar tölvur, alltaf eftir á hörðu undirlagi og slökkvum á þeim eða í það minnsta stillum á „sleep mode.“