fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Birgir hefur skipt um skoðun: „Ég bið alla sem við höfum sært með okkar framferði afsökunar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 09:27

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðasta sólahringinn hafa miklar og skoðanasterkar umræður myndast eftir að tónlistarmaðurinn Króli hóf umræðu um farðanir hljómsveitarinnar The Hefners sem ég er söngvari í. Eins og ég hef sagt í fyrri yfirlýsingu er hatur og illska víðs fjarri okkar sýningu þó einhverjir sjái annað úr þessu,“ segir Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners.

Gagnrýni Kristins Óla Haraldssonar, Króla, á liðsmönnum sveitarinnar vakti talsverða athygli um helgina. Króli gagnrýndi sveitina fyrir að koma fram á mærudögum á Húsavík í svokölluðu „blackface“-gervi.

„Þannig var að nokkrir hljómsveitarmeðlimir hafa litað andlit sitt dökkt svo við svipum til hljómsveitarinnar Earth, wind and fire auk annarra banda í þeim flokki tónlistar. Við höfum því verið að heiðra þetta frábæra band ásamt öðrum í gegnum árin og þykir okkur miður að það minnir einhverja á ljóta sögu réttindabaráttu litaðs fólks. Það er mín persónulega skoðun að þetta var ónærgætið og í raun ekki hugsað af minni hálfu fyrr en ábendingar rignuðu yfir mig,“ segir Birgir í færslu sem hann skrifaði á Facebook í gær.

Hann segist nú hafa skipt um skoðun og biður þá afsökunar sem liðsmenn sveitarinnar hafa mögulega sært.

„Ég hef semsagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim. Ég hér með bið alla sem við höfum sært með okkar framferði afsökunar um leið og ég fagna þessari umræðu sem skapast hefur. Ég persónulega tel að fólk, þar á meðal ég sjálfur, sé betur upplýst en fyrri daginn um þessi málefni. Það er aldrei of seint að sjá að sér og biðjast afsökunar. Eftir margar ábendingar er staðfest The Hefners munu ekki koma aftur fram með dökkan farða sem svipar til umræðunnar.

Ég vill minna ykkur á að halda umræðunni málefnalegri og persónuleg skítköst, hvort sem það er út í Króla, tónlistina hans, heilt bæjarfélag, hljómsveitina eða mig sjálfan er eitthvað sem á ekkert heima í þessari umræðu og jafnvel hvergi. Endilega deilið sem víðast svo flestir njóti góðs af,“ segir Birgir að lokum í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis

Áslaug Arna setur upp slæðu til styrktar góðs málefnis
Fréttir
Í gær

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli
Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“