fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar fá kaldar kveðjur – Sakaðir um ofbeldi á leikskólum eftir þátt Dateline – „Ísland, heimili geðveikinnar“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynjajafnrétti hér á Íslandi er til umræðu í nýjasta þætti áströlsku þáttaraðarinnar Dateline. Í þættinum sem sjá má í heild hér að neðan ræðir þáttastjórnandinn Janice Petersen við fjölda einstaklinga hér á landi um jafnrétti kynjanna. Þátturinn hefur fengið misjafnar viðtökur og ef marka má kommentakerfi Youtube eru margir hverjir afar ósáttir við aðferðir Íslendinga.

Í þættinum heimsækir Janice Petersen Hjallastefnuleikskóla og ræðir við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda skólans. Þar sýnir hún hvernig skólinn vinnur að því að eyða staðalímyndum kynjanna. Stelpur eru sýndar úti að leika sér í mold á meðan strákarnir eru inni að þjálfa nánd. Í þeirri þjálfun er strákarnir látnir snerta hvorn annan til að finna fyrir nánd. Þá fá strákarnir tækifæri til að lakka á sér neglurnar. Á sama tíma eru stelpurnar að negla nagla í spýtur.

Margrét Pála segir mikilvægt að brjóta niður staðalímyndir og það að naglalakka stráka er liður í því. „Við erum einfaldlega bara að kenna þeim að þeir geti verið fallegir. Það er ekkert í þessum heimi sem er bara fyrir stelpur. Ekkert,“ segir Margrét. Hjallastefnan fær nokkuð hrós í þættinum sjálfum en erlendis eru notendur Youtube að missa sig og finnst ekki mikið til þessara aðferða koma.

Þátturinn í heild

Eins og áður segir hafa viðtökur við þættinum verið misjafnar og ganga sumir netverjar svo langt að saka Íslendinga um ofbeldi gagnvart börnum á leikskólum Hjallastefnunnar. Við tókum saman brot af þeim ummælum.

Í kommentakerfinu undir myndskeiðinu á Youtube eru Íslendingum ekki vandaðar kveðjurnar.

Harmleikur

Strákar og naglalakk virðist vera eitruð blanda í augum margra

„Ísland, heimili geðveikinnar“

Þessi gengur skrefinu lengra og segir Ísland vera með þessu að framleiða nauðgara

Þessi sakar skólann um barnaníð

Þó svo að mikill meirihluti þeirra sem tjá sig um þáttinn séu andsnúnir aðferðum Íslendinga eru það þó ekki allir

Margrét Pála hefur eins og áður segir verið óhrædd að hrista upp í kerfinu og reyna nýjar hugmyndir þegar kemur að umönnun barna á leikskólum. Hefur Hjallastefnan gert ýmsar tilraunir þegar kemur að kynhlutverkum. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári sniðgekk Hjallastefnan texta í jólalögum og breytti mörgum þeirra. Í samtali við Vísi á þeim tíma sagði Margrét Pála:

„Jafnrétti er hugsjón okkar í Hjallastefnuskólunum og þess vegna syngjum við alltaf „Adam átti syni sjö“ og við syngjum líka og stundum á undan „Eva átti dætur sjö.“ Við sleppum lögum og ljóðum sem eru með þessum kynbundnu tilvísunum eins og um Sigga á síðum buxum og Sollu í bláum kjól. Hvernig stelpurnar vagga brúðu og strákarnir sparka bolta. Við bara sleppum þessu, það er svo margt skemmtilegt til.“

Og það er þetta sem virðist fara fyrir brjóstið á fólki erlendis sem finnst það að leyfa stelpum að fá hamar og naglalakka drengi og strjúka þeim blíðlega sé ofbeldi og níðingsskapur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun