

Eftir að heimsmeistarmótið í fótbolta hófst fyrr í þessum máunði hefur heimsbyggðinni hreinlega verið drekkt í fréttum af mótinu. Fréttirnar eru mis merkilegar og innihaldsríkar og sumar hverjar reyndar alveg galnar.
Íþróttamiðillinn Total Pro Sports birti fyrir helgina ansi áhugaverða frétt með fyrirsögninni. „Sjóðandi heit stuðningskona Íslands við hliðina á manni með ofboðslega litlar hendur.“ Í textanum segir svo: „Þið vitið hvað er sagt um menn með litlar hendur […] Við veltum fyrir okkur hvort glæsikvendið þekki þann frasa.“ Fréttin er unnin upp úr tísti sem Twitter-notandinn Busted Coverage birti eftir leik Íslands og Nígeríu. Ljóst er að fréttin mun ekki fá nein alþjóðleg verðlaun en myndin er góð, það verður að segjast.
Whadda you say…you, me & my baby hand head out a little early & beat the traffic pic.twitter.com/bygcF2XqE0
— Busted Coverage (@bustedcoverage) June 22, 2018