fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Hefja beint flug milli Íslands og Rómar – Sjáðu hvað ódýrustu fluggjöldin kosta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. maí 2018 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun hefja áætlunarflug milli Íslands og Ítalíu í lok október næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku, alla fimmtudaga og sunnudaga.

Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Bent er á að skortur á áætlunarflugi milli Íslands og Ítalíu hafi verið áberandi undanfarin ár. Hafa ferðirnar verið bundnar við leiguflug í kringum skipulagðar skíðaferðir yfir hörðustu vetrarmánuðina.

Astrid Mannion Gibson, fulltrúi Norwegian, segir við Túrista að von félagsins sé að þessari flugleið verði vel tekið af Íslendingum og Ítölum. Að því er fram kemur á vef Túrista kosta ódýrustu fargjöldin nú um ellefu þúsund krónur. Flogið er frá Keflavík rétt fyrir hádegi en frá Róm klukkan sjö að morgni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins