fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Rússneski blaðamaðurinn sem allir töldu að hefði verið drepinn í gær mætti sprelllifandi á blaðamannafund

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. maí 2018 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko, sem greint var frá í gær að hafi verið myrtur í Úkraínu, er raunar sprelllifandi. Arkady gekk inn á blaðamannafund í Kænugarði í hádeginu og er óhætt að segja að margir hafi rekið upp stór augu.

Vasily Gritsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, sagði á umræddum blaðamannafundi að stofnunin hefði í raun sviðsett dauða Arkady. Markmiðið hefði verið að ná mönnum sem sannarlega eru að reyna að drepa hann.

Í gær greindu allir stærstu fjölmiðlar heims frá því að Arkady hefði verið skotinn á heimili sínu í Kænugarði. Eiginkona hans hefði fundið hann í blóði sínu.

Arkady hefur löngum verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld og er hann sagður vera þyrnir í augum þeirra sem völdin hafa. Honum og fjölskyldu hans hafði oft verið hótað líkamsmeiðingum og jafnvel dauða vegna umfjöllunar sinnar um rússnesk stjórnvöld. Af þeim sökum flutti hann frá Rússlandi.

Arkady mætti á blaðamannafundin í dag og þakkaði öllum þeim sem syrgðu hann. Anton Geraschenko, úkraínskur þingmaður, sagði á blaðamannafundinum að aðgerðin hefði heppnast fullkomlega og endað með handtöku manns sem var að skipuleggja morð á Arkady.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins