fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Sentímetra frá vísum dauða: Dennis hvetur ökumenn til að gæta að sér eftir óhugnanlegt atvik á hraðbraut – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Dennis Bülow Pedersen er alla jafna ánægður þegar hann kemur heim í lok vinnudags og hittir börnin sín. Hann var þó ánægðari og þakklátari í gær en flesta aðra daga enda munaði minnstu að hann sæji ekki börnin sín aftur.

Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér mátti litlu muna að álstoð færi í hann þegar hún datt af palli bifreiðar á hraðbraut skammt frá Køge. Dennis var á vinnubílnum og skyndilega sá hann stöngina koma fljúgandi á móti þegar hann ók bifreið sinni á fullri ferð.

Mjög litlu mátti muna að stöngin færi í höfuð hans þegar hún fór í gegnum framrúðu bifreiðarinnar. „Einn sentímetri til eða frá og stöngin hefði farið í gegnum mig. Ég væri dáinn,“ sagði Dennis í samtali við BT í Danmörku og bætir við að hann hafi verið sérstaklega ánægður þegar hann hitti börnin sín í lok vinnudags.

Dennis segir að hann hafi átt erfitt með að sofna í gærkvöldi og það hafi tekið hann þrjár til fjórar klukkustundir. Hvetur hann ökumenn til að gæta að sér þegar þeir flytja farm og tryggja að hann sé kyrfilega festur. „Það tekur ekki lengri tíma en tvær mínútur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins