fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Alvarlegt mál, segir Landhelgisgæslan: Allt of margir farþegar og enginn vélstjóri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. maí 2018 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsmenn frá varðskipinu Tý fóru á sunnudag til eftirlits um borð í farþegabát austur af Rifi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að við reglubundna athugun hafi komið í ljós að tveir áhafnarmeðlimir voru ekki lögskráðir og enginn í áhöfninni var með réttindi til að gegna stöðu vélstjóra.

„Farþegabáturinn fór sömuleiðis um 8 sjómílur út fyrir farsvið sitt. Varðskipsmenn fylgdu bátnum til hafnar og töldu farþega um borð. Talningin leiddi í ljós að alls voru 40 farþegar um borð í bátnum auk 4 manna áhafnar en báturinn hafði einungis farþegaleyfi fyrir 30. Skipstjórans bíður kæra vegna málsins.“

Í tilkynningunni segir að Landhelgisgæslan líti málið alvarlegum augum; um borð hafi verið of margir farþegar, lögskráningu verið ábótavant og enginn haft réttindi til að gegna stöðu vélstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“