fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Sveinbjörg áhyggjufull og vill bann – „Í mín­um huga blas­ir það ein­fald­lega við“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. maí 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar í borg­ar­stjórn sýn­ir að þá flokka sem þar eiga full­trúa skort­ir af ein­hverj­um ástæðum kjark til að taka á mál­inu,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík.

Sveinbjörg skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún viðrar enn einu sinni þá hugmynd sína að nemendum verði bannað að nota snjallsíma í skólum borgarinnar. Sveinbjörg lagði í vetur fram tillögu í borgarstjórn um að banna notkun snjallsíma, en eins og bent er á í byrjun greinarinnar var tillagan felld með fjórtán atkvæðum gegn einu.

Sveinbjörg er ekki af baki dottin og virðist eitt af baráttumálum hennar, nái hún kjöri í komandi borgarstjórnarkosningum, vera að banna snjallsímana.

Fylgjast með skilaboðum og myndböndum

„Við þekkj­um flest hve notk­un snjallsíma get­ur verið ávana­bind­andi. Snjallsím­ar hafa ekki minni áhrif á börn­in okk­ar. Þegar skoðuð eru áhrif snjallsíma á nem­end­ur staðfesta rann­sókn­ir að það næg­ir að einn nem­andi grípi til sím­ans til að kenn­ar­inn og aðrir nem­end­ur finni fyr­ir trufl­un af þeim sök­um. Ný­leg­ar rann­sókn­ir staðfesta jafn­framt að áhrif­in eru ekki tak­mörkuð við beina notk­un nem­enda á sím­an­um held­ur næg­ir að þeir taki sím­ann með sér í skól­ann. Ástæðan er sú að mörg börn, líkt og full­orðnir, eru ánetjuð því að fylgj­ast með skila­boðum og mynd­bönd­um sem þeim ber­ast í sím­ann. Þau eru því „upp­tek­in“ við að ein­beita sér að því að fylgj­ast ekki með því sem bíður þeirra í sím­an­um,“ segir Sveinbjörg.

Blasir við

Hún segir að tillaga hennar hafi verið felld á sínum tíma, meðal annars vegna þess að sumum fannst hún of víðtæk á meðan aðrir töldu að hún fæli í sér ákveðna forræðishyggju. Með henni væri gripið fram fyrir hendurnar á skólastjórnendum, kennurum og foreldrum. Sjálf er Sveinbjörg þeirrar skoðunar að tillagan sé ekki of víðtæk. „Í mínum huga blasir það einfaldlega við að banna á notkun snjallsíma í skólastofum.“

Sveinbjörg segist hafa átt samtöl við kennara og í þeim hafi þeir staðfest að símarnir trufli kennslu og nemendur séu margir hverjir háðir símunum. „At­hygl­is­brest­ur sé sí­vax­andi vanda­mál. Kenn­ar­arn­ir segja skóla­stjórn­end­ur vilja taka á mál­un­um, en aft­ur á móti sé beðið eft­ir frum­kvæði skóla­yf­ir­valda.“

Sveinbjörg bendir í lokin á að erlendar kannanir bendi til þess að stór hluti foreldra sé mótfallinn því að börn taki símana með í skólann. Staðreyndin sé sú að foreldrar bíði eftir frumkvæði frá skólayfirvöldum. Hún segir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar þar sem tillagan var felld sýni að þeir flokkar sem eiga fulltrúa í borgarstjórn skorti kjark til að taka á málinu. Heitir hún því tekið verði á málinu nái flokkur hennar kjöri þann 26. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Í gær

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“