fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Stúlka varð fyrir árás annarrar stúlku í Austurstræti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt leitaði tvítug stúlka eftir aðstoð lögreglu í Austurstræti. Önnur stúlka hafði ráðist á hana og veitt henni áverka. Vitað er hver gerandinn er.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar er einnig greint frá því að óskað hafi verið eftir lögreglu á skemmtistað í miðbænum vegna slagsmála klukkan hálfþrjú í nótt. Minniháttar áverkar voru á mönnum en sá sem verst lét var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Meint fíkniefni fundust á honum við leit á lögreglustöð.

Laust fyrir klukkan þrjú í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðrar konu sem vildi ekki greiða fargjaldið. Við afskipti lögreglu brást hún illa við og sló og sparkaði til lögreglumanna. Hún er vistuð í fangageymslu.

 

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um ofurölvi og ósjálfbjarga fólk í miðbænum. Lögreglan aðstoðaði fólk við komast í heimahús en í einu tilviki varð að vista spænskan ferðamann sem gat engan veginn sagt hvar hann gisti.

 

Klukkan hálfníu í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ónæðis og áreitis frá erlendum karlmanni. Var þetta í Kópavogi eða Breiðholti. Við afskipti lögreglu kom í ljós að hann hefur ekki landvistarleyfi og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Mál hans verður tekið fyrir snemma í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim