fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Umhverfisstofnun takmarkar umferð um Dyrhólaey

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun að takmarka umferð um Dyrhólaey frá og með deginum í dag til 25. júní næstkomandi. Takmörkunin er í gildi milli klukkan 9 og 19 og þá verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum.

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings á árlegri athugun á stöðu fuglalífi í Dyrhólaey og með tilliti til verndunar fuglalífs á varptíma.

Á næturnar er friðlandið lokað frá klukkan 19:00 til 9:00 og frá 25. júní klukkan 9:00 verður friðlandið opið allan sólarhringinn.

Hér má nálgast skýrslu Umhverfisstofnunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi