fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Bíladólgar halda vöku fyrir íbúum í Smárahverfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bíladólgar nota sér bílastæðið undir nýja turni Smáralindarinnar til að leika sér á bílunum, skransa og gefa í og reykspóla. Þetta stunda þeir á kvöldin og næturnar með tilheyrandi hávaða. Rætt hefur verið við lögreglu sem vísar á Smáralindina sem vísar á lögregluna. Bæjarstjórnaraðilar svara ekki tölvupósti. Hér í Smárahverfinu er oft ekki neinn svefnfriður á nóttunni sem er náttúrulega ótækt,“ segir langþreyttur íbúi í Smárahverfi sem hafði samband við DV í vikunni.

Fleiri íbúar vitna um stöðugt ónæði. Þó virðist sem ónæðið undanfarið komi ekki frá svæði sem fellur undir forræði húsfélags Smáralindar heldur Norðurturnsins þar rétt hjá. Nánar um það hér neðar í fréttinni. En annar íbúi í hverfinu segir:

„Við í Lindasmáranum sem búum við Fífuhvammsveginn erum búin að reyna í nokkur ár að fá einhvern til að stöðva hávaðann frá Smáralind; án árangurs. Ekki nóg með að það er búið að vera að byggja þetta hús í hartnær tvo áratugi með viðstöðulausum látum heldur höfum við mátt þola hávaða frá bílageymslunni í Smáralind kvöld eftir kvöld í áraraðir. Höfum hringt á lögregluna sem hefur komið þegar þeim hentar (en oftar ekki). Eitt skiptið var afar úldinn lögreglumaður til svara sem fannst við hreinlega vera að trufla hann enda ekkert gert í málinu. Fengum þau svör í eitt skiptið að þetta væri ekki á könnu lögreglunnar; öryggisverðir í Smáralind ættu að stöðva þetta. Talaði einu sinni við konu sem er í forsvari fyrir Smáralind og hún sagði að þetta væri ekki þeirra mál; lögreglan ætti að gera eitthvað í þessu! Höfum sent málið til bæjarins en eins og stjórnsýslan er þar á bæ; þá er ekki að vænta neinnar niðurstöðu þaðan. Þar á bæ er reglan að svara ekki svona kvörtunum né tölvupóstum. Þannig er málið statt í dag. Engum kemur það við og enginn ætlar að taka á því. Þó segja Smáralindarmenn að þeir vilji gott samstarf við nærumhverfi sitt! Konan sem ég talaði við sagði aðspurð að það sæist á öryggismyndavélunum að þetta væri margir bílar sem viðhöfðu þessi læti (ekki bara einn og einn). Þannig að þeim í Smáralind er fullkunnugt hverjir þetta eru. Fyrir utan það að ég hef séð það á Facebook að það er bílaklúbbur sem virðist hafa leyfi frá Smáralind til að vera þarna og þar með að terrorisera sitt nærumhverfið“

Umræddur íbúi sendi afrit af tilkynningu úr FB-hópi bílaklúbbs þar sem samkoma á bílstæði  Smáralindar er auglýst. Þar kemur þó ekkert óyggjandi fram um að leyfi hafi fengist fyrir samkomunni auk þess sem tilkynningin er frá árinu 2014 og viðburðurinn er auglýstur um mitt kvöld en ekki eftir háttatíma. Eflaust hafa þó slíkar samkomur verið mjög hávaðasamar.

Svæðið tilheyrir ekki húsfélagi Smáralindarinnar heldur Norðurturni

„Fólk virðist halda að við ráðum yfir miklu stærra svæði en raun ber vitni,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindarinnar. Segir hann lítið hafa verið um kvartanir vegna hávaða frá Smáralind undanfarið og slíkt hafi minnkað síðustu árin.

„Svæðið okkar er allt vaktað, hér er húsvörður á vakt allan sólarhringinn og almennt er umgengni mjög góð,“ segir Sturla.

Norðurturn segist vinna að lausn í málinu

Mesta ónæðið undanfarið mun koma frá bílaplani Norðurturns, sem er nýi turninn í Smáralindinni. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturns, kannast við kvartanir vegna hávaða úr bílakjallara turnsins:

„Ég hef heyrt um þessa hegðun. Við erum að skoða hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist eða draga úr líkum á því að þetta gerist innan lóðamarka,“ segir Ríkharð. Um hvort Norðurturn hyggi á samstarf við lögreglu hvað þetta varðar segir Ríkharð að það sé óráðið. „Við erum núna að skoða hvernig hægt sé að gera svæðið þannig úr garði að það verði ekki áhugavert fyrir hitting sem þennan. Annað er komið styttra í vinnslu hjá okkur.“

Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglustöðinni á Dalvegi sem svæðið heyrir undir. Stöðvarstjóri þar kannaðist ekki við kvartanir af þessu tagi en vísaði til tveggja annarra lögreglumanna á stöðinni. Ekki tókst að ná símasambandi við þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og ekki fengust heldur svör við skriflegum fyrirspurnum.

Hér að neðan er myndband sem sýnir framferði ökuþóra í bílakjallara Norðurturns um nætur og umfram allt hávaðann sem þessu fylgir og heldur vöku fyrir íbúum í nágrenninu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi