fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Áslaug Arna biðst afsökunar

„Ég gerði mistök og biðst velvirðingar á því“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2017 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins biðst afsökunar á að hafa beðið um hjálp við að streyma hnefaleikabardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather síðustu helgi. Áslaug Arna spurðist fyrir á Twittar hvernig mætti horfa á bardagann ólöglega á netinu án þess að greiða fyrir það, eyddi hún svo færslunni þegar hún fékk svar. Stundin greindi frá þessu í gær og hafði eftir Hallgrími Kristinssyni stjórnarformanni Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði að ólöglegt streymi af því tagi sem Áslaug Arna sóttist eftir hefði slæm fjárhagsleg áhrif á þá sem væru búnir að kaupa sýningarréttinn af bardaganum:

„Staðreyndin er sú að aðilar hafa keypt réttinn af íþróttaviðburðum dýrum dómi. Þeir halda fólki í vinnu, ráða fólk og borga skatta til samfélagsins og þess vegna er sérstaklega dapurlegt að fólk í stöðu eins og hún skuli láta svona út úr sér,“ sagði Hallgrímur. Í hádeginu í dag baðst Áslaug Arna afsökunar á athæfi sínu: „Ég gerði mistök og biðst velvirðingar á því. Stundum þegar mikið liggur við þá leitar maður langt yfir skammt, kannski hvatvísi en alla vega hugsunarleysi. Ég veit betur en get bara beðist afsökunar. Mér skilst að ég hafi misst af góðum bardaga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“