fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Meira að segja Bubbi hjólar í Björt: „Ekki ráðherra sæmandi“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 31. júlí 2017 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hlýtur mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna auglýsingar sem tekin var í sal Alþingis. Meira að segja einn helsti stuðningsmaður hennar, Bubbi Morthens, gagnrýnir þetta. Fyrir helgi skrifaði Bubbi pistil í Morgunblaðið þar sem hann lofsamaði Björt en nú segir hann þetta ekki sæmandi ráðherra.

Vísir greindi frá því í morgun að ljósmynd af Björt Ólafsdóttur hafi verið notuð í auglýsingaskyni fyrir breska tískuvörumerkið Galvan London, en Björt og Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, eru vinkonur til margra ára. Bubbi skrifar athugasemd við fréttina og segir: „Eins og ég er hrifin af henni sem ráðherra þá er þetta ekki ráðherra sæmandi”. Líkt og fyrr segir hrósaði Bubbi Björt í Morgunblaðinu á dögunum og sagði hana boðbera nýrra tíma.

Bubbi er þó ekki einn um að gagnrýna Björt en hún hefur jafnframt hlotið mikla gagnrýni á Pírataspjallinu. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir þar að þettasé ekki til þess að auka virðingu Alþingis. „Það er ekki alveg í anda þess verkefnis að auka á virðingu Alþingis, að breyta þingsalnum í lókatíon fyrir auglýsingaherferð. Né heldur er það til að auka á virðingu ríkisstjórnar Íslands, að ráðherrar geri sjálfa sig að auglýsingum,“ segir Smári og bætir við að honum finnist ekkert að því að ráðherrar styðji tiltekin málefni en það eigi ekki við í þessu tilfelli.

„Mér finnst ekkert að því að ráðherrar styðji tiltekin málefni eða félagasamtök opinberlega, sé það gert smekklega og með eðlilegum hætti. En að þjónusta hagsmunum fyrirtækja sem eru rekin í hagnaðarskyni er mjög vafasamt. Kjörnir fulltrúar þurfa að nálgast allt slíkt af mjög mikilli varúð, því það er mun auðveldara að misnota stöðu sína en að gera það ekki í svona tilvikum,“ segir Smári.

Sjá einnig: „Plebbalegt og heimskt“ – Björt hlær að gagnrýninni: Bindi myndi fara með feðraveldið

Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata, slær á létta strengi líkt og oft áður. „Við sem höfum fengið tiltal fyrir klæðaburð þarna inni fögnum því að verið er að opna umræðuna,“ skrifar hann. Svavar Knútur tónlistarmaður er einn fárra sem gagnrýnir ekki Björt. „Þetta er ekkert að pirra mig, en kannski af því maður er orðinn dofinn fyrir virðingu Alþingis, því það er búið að grafa svo mikið undan henni. En vissulega eru siðfræðilegir annmarkar á svona uppákomum sem þyrfti að skoða. Mega allir gera svona á Íslandi eða er ráðherra að nýta sér aðstöðu sem þingmaður eða hátt settur embættismaður til að kynna vöru? Og það mætti alveg taka umræðuna um þetta vandlega og án upphrópana,“ segir hann.

Það eru ekki einungis Píratar sem gagnrýna Björt. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina, segir á Facebook: „Það er eiginlega ekki hægt að deila þessu þetta er svo vandræðalegt. Fyrir utan hvað þetta er plebbalegt og heimskulegt þá er konan að misnota aðstöðu sína í þágu fyrirtækis og vanvirða Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”