fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Hagar bregðast við komu Costco: Keyptu allt hlutafé í Olís

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagar hf, sem eru eigendur Hagkaups hafa fest kaup á öllu hlutafé Olís. Frá þessu var gengið í dag. Olíuverzlun Íslands sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Olís er með 115 starfstöðvar á 50 stöðum á landinu undir merkjum Olís, ÓB og rekstrarlands. Heildarvelta Olíuverzlunar Íslands var um 31 milljarður árið 2016. Áður hafði Hagar keypt Lyfju.

Ljóst er að þessi kaup Haga á Olís og Lyfju er til að bregðast við samkeppni, þegar Costco opnar verslun sína í sumar. Costco mun þá einnig opna bensínstöð og erlendis er Costco með lyfsölu og reikna má með að það verði einnig hér á landi.

Í skeyti frá Högum segir að heildarvirði Olís sé 15.100 m.kr. og vaxtaberandi skuldir 5.928 m.kr. „Kaupverð hlutafjár er því 9.172 m.kr. Endanlegt kaupverð getur þó tekið breytingum vegna afkomu Olís á árinu 2017.“

Finnur Árnason, forstjóri Haga segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla:

„Þessi samningur er sérstaklega ánægjulegur og skapar fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við okkar viðskiptavini. Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin