fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Fróaði sér fyrir utan grunnskóla: Myndband náðist af manninum

Ísraelskur ferðamaður staðinn að verki við Vallaskóla á Selfossi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. september 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands varð í hádeginu í gær, mánudag, var við nakinn ferðamann í bíl fyrir utan Vallaskóla og íþróttahúsið Iðu á Selfossi. Nemendurnir urðu þess áskynja að ekki var allt með felldu og tóku upp stutt myndband af manninum. Á því sést að maðurinn var að stunda sjálfsfróun. Nemendurnir fóru með myndbandið til lögreglunnar. Lögreglan á Selfossi staðfestir við DV að hún hafi málið til athugunar og leitar nú að manninum.

„Við gómuðum barnaperra,“ sagði ungur maður í samtali við DV en myndbandið var tekið upp á samskiptaforritið Snapchat. Myndskeiðið var tekið upp af stúlku sem er undir lögaldri en hún var á ferð með félögum sínum í matarhléi þegar þau komu auga á manninn. Samkvæmt heimildum DV hafa allnokkrir nemendur við Fjölbrautaskólann séð umrætt myndband.

Bíllinn sem um ræðir er í eigu ónefndrar bílaleigu í Reykjavík. Starfsmaðurinn bílaleigunnar segir við DV að um ferðamann frá Ísrael sé að ræða. Hann hafði á mánudag haft bílinn í sex daga. Starfsmaðurinn segir í samtali við DV að þetta sé eitt það skrýtnasta sem á hans borð hafi komið.

„Við erum bara að leita að honum,“ segir lögreglan á Selfossi um framgang málsins sem hún lítur mjög alvarlegum augum. „Við vitum hver kappinn er.“ Lögreglan gerir ráð fyrir að finna manninn. „Þetta er náttúrlega eitthvað sem við líðum ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“