fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Hverjir eru „Gervimaðurinn“ sem átti meira en 10% í um 400 íslenskum fyrirtækjum?

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kastljósþætti kvöldsins var fjallað um „Gervimann útlönd“ sem var í hópi stærstu skuldara bankanna við hrun þeirra árið 2008. Nafnið vísar ekki til tiltekins einstaklings heldur er um að ræða samheiti yfir fjölmarga óþekkta erlenda lögaðila.

Í Kastljósþættinum kom fram að samkvæmt gögnum úr Rannsóknarskýrslu Alþingis námu skuldir hans um hundrað milljörðum króna og átti hann stóran hlut í íslenskum fyrirtækjum. Þá er nafnið eða hugtakið vísun til félaga erlendis sem eru með óljóst eignarhald.

„Gervimaður útlönd er samheiti fyrir 14 kennitölur yfir óþekkta aðila erlendis,“ segir í skýrslunni og því bætt við að „gervimaður útlönd“ hafi fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 2006. „Hann stígur fram á sjónarsviðið 2006 og er þá orðinn skráður eigandi íslenskra fyrirtækja.“

Í umfjöllun Kastljós segir að gervimaðurinn hafi skuldað um 100 milljarða við fall bankanna. Arðgreiðslur sem hann þáði voru háar og átti hann meira en tíu prósent hlut í 400 íslenskum fyrirtækjum á árunum 2006 til 2008.

Árið 2006 þáði gervimaðurinn rúmar tólf hundruð milljónir í arð. Tvo milljarða árið 2007 og rúma 2,2 milljarða árið 2008. Var gervimaðurinn í 2 sæti yfir stærstu arðþiggjendur ársins.

Í lok árs skuldaði gervimaðurinn íslensku bönkunum tæpa 45 milljarða og við hrun var skuldin um 100 milljarðar.

Í umfjöllun Kastljós sem sjá má hér segir að með tilkomu Panamaskjallanna sé hinn óþekkti gerandi, Gervimaður útlönd, smám saman að birtast í kunnuglegum andlitum Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“