fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hverjir eru „Gervimaðurinn“ sem átti meira en 10% í um 400 íslenskum fyrirtækjum?

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kastljósþætti kvöldsins var fjallað um „Gervimann útlönd“ sem var í hópi stærstu skuldara bankanna við hrun þeirra árið 2008. Nafnið vísar ekki til tiltekins einstaklings heldur er um að ræða samheiti yfir fjölmarga óþekkta erlenda lögaðila.

Í Kastljósþættinum kom fram að samkvæmt gögnum úr Rannsóknarskýrslu Alþingis námu skuldir hans um hundrað milljörðum króna og átti hann stóran hlut í íslenskum fyrirtækjum. Þá er nafnið eða hugtakið vísun til félaga erlendis sem eru með óljóst eignarhald.

„Gervimaður útlönd er samheiti fyrir 14 kennitölur yfir óþekkta aðila erlendis,“ segir í skýrslunni og því bætt við að „gervimaður útlönd“ hafi fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 2006. „Hann stígur fram á sjónarsviðið 2006 og er þá orðinn skráður eigandi íslenskra fyrirtækja.“

Í umfjöllun Kastljós segir að gervimaðurinn hafi skuldað um 100 milljarða við fall bankanna. Arðgreiðslur sem hann þáði voru háar og átti hann meira en tíu prósent hlut í 400 íslenskum fyrirtækjum á árunum 2006 til 2008.

Árið 2006 þáði gervimaðurinn rúmar tólf hundruð milljónir í arð. Tvo milljarða árið 2007 og rúma 2,2 milljarða árið 2008. Var gervimaðurinn í 2 sæti yfir stærstu arðþiggjendur ársins.

Í lok árs skuldaði gervimaðurinn íslensku bönkunum tæpa 45 milljarða og við hrun var skuldin um 100 milljarðar.

Í umfjöllun Kastljós sem sjá má hér segir að með tilkomu Panamaskjallanna sé hinn óþekkti gerandi, Gervimaður útlönd, smám saman að birtast í kunnuglegum andlitum Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“