fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

„Ég veit ekki hvort þessi blokk sé rauð eða græn eða fjólublá“

Smári McCarthy segir eina markmiðið að ná fram breytingum – Þess vegna sé stjórnarflokkunum ekki boðið upp í dans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. október 2016 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég eld við séum ekki að skjóta okkur í fótinn,“ sagði Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hann var þá spurður hvort það gæti komið flokknum illa að leggja drög að rauðri blokk en Píratar hafa boðið Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og VIðreisn til stjórnarmyndunarviðræðna. Markmiðið er að leggja drög að sáttmála fram tveimur dögum fyrir kosningar.

Það er óhefðbundin nálgun í íslenskum stjórnmálum en vanalega er ríkisstjórnarsáttmáli lagður fram að loknum kosningum og viðræðum.

„Ég veit ekki hvort þessi blokk sé rauð eða græn eða fjólublá eða hvað, en ég held að við séum ekki að skjóta okkur í fótinn. Ef við værum með það eina markmið að ná völdum þá værum við sennilega að því. En okkar eina markmið er að ná breytingum,“ sagði Smári.

Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hafa tekið vel í viðræðurnar en Björt framtíð og Viðreisn síður. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í gær að hún liti á það sem ákveðin klækjastjórnmál að stilla fólki upp við vegg fyrirfram.

Smári sagði í útvarpinu í morgun að það væru í raun klækjastjórnmál að stilla kjósendum upp við þann vegg að vita ekkert að hverju þeir væru að ganga, þegar þeir kysu. „Það er ekki heldur eins og við séum ekki búin að tala um þetta, við höfum verið að tala þessu máli í eitt og hálft ár.“

Hann sagði jákvætt að flokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð, tækju hugmyndunum af varfærni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu