fbpx
Fókus

Ritdómur um „Óboðinn gestur“: Tekst ekki að fylgja frumrauninni eftir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. september 2018 19:00

Shari Lapena: Óboðinn gestur

301 bls.

Bjartur

Shari Lapena er miðaldra kanadísk kona sem sló í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, „Hjónin við hliðina“, fyrir nokkrum misserum. Sú saga einkennist af nokkuð tilþrifalitlum stíl en ógnvekjandi söguþræði þar sem öll samskipti eru gegnsýrð leynd og óheiðarleika. Barnshvarf í upphafi sögunnar grípur lesendann föstum tökum og ekki slaknar á áhuga hans fyrr en gátan er leyst undir lok sögunnar.

Óboðinn gestur stendur frumraun Shari Lapena því miður langt að baki. Stíllinn er enn flatari en í fyrri bókinni og á köflum er frásögnin hreinlega staglkennd. Hér er sögð saga konu sem hefur heppilega misst minnið kvöldið sem hún virðist hafa framið glæp og lent í hörðum árekstri í kjölfarið. Konan er ekki öll þar sem hún er séð og smám saman kemur dulin fortíð hennarí ljós.

Þetta er að miklu leyti fyrirsjáanleg spennusaga, sögupersónurnar eru óáhugaverðar og örlög þeirra hreyfa ekki við lesendum. Fléttan er þó þokkalega spunnin og gengur vel upp. Maður les áfram af hæfilegri forvitni eftir því að vita hvernig í pottinn er búið en þó aðallega til að klára bókina svo hægt sé að lesa eitthvað annað.

Óboðinn gestur er í sjálfu sér ekki illa gerð spennusaga en hún er tilþrifalítil og blóðlaus – uppfull af klisjum en laus við sannan skáldskap. Ég spái því að þessi saga eigi eftir að valda mörgum lesendum bókarinnar „Hjónin við hliðina“ vonbrigðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands