fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Leikrit um veruleika unglinga: „Alast upp á Internetinu og í snjallsímum“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. apríl 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. apríl verður leikritið Innfædd frumsýnt í Iðnó og verður sýnt í apríl og maí. Verkið, sem heitir Natives á frummálinu, er eftir Bretann Glenn Waldron og hefur fengið góða dóma í heimalandinu, fékk meðal annars fjórar stjörnur í gagnrýni hjá The Guardian.

Hrafnhildur Hafberg, framhaldsskólakennari, þýddi verkið en leikstjóri er Brynhildur Karlsdóttir. DV ræddi við Hrafnhildi.

Af hverju er verið að setja þetta verk upp á Íslandi?

„Af því að það talar inn í okkar samtíma. Veruleika ungs fólks sem er að alast upp á Internetinu og í snjallsímum.“

Leikritið gerist á einum degi og fjallar um þrjá fjórtán ára unglinga sem eiga afmæli. Þeir eru ekki nafngreindir, búa í mismunandi heimshlutum og hittast aldrei en sögur þeirra tvinnast saman. Leikararnir eru þrír upprennandi og efnilegir leikarar. Urður Bergsdóttir, Ísak Emanúel Róbertsson og Davíð Þór Katrínarson.

Veruleiki sem unglingar kljást við

Ungir og upprennandi leikarar

Stúlkan í leikritinu býr á eyju í Indlandshafi og er komin af ríku og menntuðu fólki. Hún hugsar mest um tísku, merkjavörur og hversu mörg „like“ hún fær á samfélagsmiðlum. Annar drengjanna býr á stríðshrjáðu svæði í Mið-Austurlöndum og hans flóttaleið er inn í tölvuleikjaheiminn. Hinn drengurinn er úr verkamannafjölskyldu í ónefndri borg í Bretlandi og sér ekki fram á mikil tækifæri í framtíðinni. Hann eyðir afmælisdeginum í jarðarför bróður síns sem var í hernum.

„Þau eiga það öll sameiginlegt að vera vanrækt af foreldrum sínum. Þarna kemur fram afskiptaleysi, sambandsleysi, einmanaleiki, höfnun, kvíði, vanræksla og fleiri skyldir hlutir. Í störfum mínum sem framhaldsskólakennari hef ég séð miklar breytingar hjá unglingum og líðan þeirra síðan árið 2000. Kvíði hefur aukist hjá ungum stúlkum á meðan strákarnir einangrast meira og falla jafnvel í þunglyndi.“

Er þetta leikrit gagnrýni á aukna net-og samfélagsmiðlavæðingu?

„Þetta er kannski frekar gagnrýni á fullorðið fólk. En það er samt engin bein gagnrýni í þessu leikriti. Unglingarnir tala sjálfir um það sem er að gerast og við heyrum engar aðrar raddir. Þetta er þeirra upplifun á heiminn, sem er skapaður af fullorðnu fólki, og á það sem þau eru að kljást við. Þau lokast af þarna inni og hverfa inn í Netið.“

Er þetta hreinn harmleikur eða er kómedía í þessu?

„Hvort tveggja. Þetta er bæði sorglegt og fyndið, rétt eins og lífið.“

Hrafnhildur vonast til þess að unglingar geti speglað sig í leikritinu. Þó að þetta sé ekki íslenskur veruleiki þá er þetta veruleiki Netsins og þar með alþjóðlegur. Hún hvetur foreldra og þá sem starfa með ungu fólki sérstaklega að koma á sýninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“