fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Útgáfuhóf – Nornasveimur, glæpafantasía

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nornasveimur, ný skáldsaga, glæpafantasía, eftir Emil Hjörvar Petersen kemur út í vikunni. Verið hjartanlega velkomin í útgáfuhóf í Pennanum Eymundssyni Austurstræti í dag kl. 17.30.

Drykkir í boði útgefandans, Veraldar. Æti, upplestur, spjall og áritun í boði höfundar.

Bjóða má með sér vinum og fjölskyldu. Allir eru velkomnir.

Á Jónsmessunótt er norn myrt í Trékyllisvík á Ströndum. Fórnarlömb galdrabrenna ganga aftur. Illskeytt og dularfull kynjaskepna ræðst til atlögu. Og válegir andar eru á sveimi. Yfirnáttúrudeild rannsóknarlögreglunnar þarf að takast á við skelfilegt ástandið með aðstoð huldumiðilsins Bergrúnar Búadóttur og Brár, dóttur hennar. Samhliða því að kljást við ókennileg öfl þurfa mæðgurnar að horfast í augu við eigin breyskleika og innri ógnir.

Úr dómum um Víghóla og Sólhvörf:

★ ★ ★ ★„Emil tekst listavel að samtvinna sagnaheim ævintýrabókmennta og glæpasagna … Hröð og spennandi atburðarásin er bæði myndræn og skemmtileg.“ — Vilhjálmur A. Kjartansson, Morgunblaðið

„Bækurnar eru einstakar hér á landi og þótt víða væri leitað … Stórskemmtileg og kynngimögnuð glæpasaga, ankannalegur krimmi, þjóðsagnakenndur ævintýratryllir. Glæpasaga fyrir bæði nýja tíma og aðra heima.“ — Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Orð um bækur, Rás 1

„Emil Hjörvar Petersen er að festa sig í sessi sem eitt helsta fantasíuskáld Íslendinga … [Textinn er] ljómandi kvikur og skemmtilegur þegar hröð atburðarásin tekur völdin.“ — Rósa María Hjörvar, Bókmenntaborgin.is

„Vel skrifuð og spennandi glæpafurðusaga sem vinnur með þjóðsagnaarfinn á áhugaverðan og skapandi hátt.“ — Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta