fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Fáguð ljóð eftir verðlaunahöfund: Guðrún Hannesdóttir sendir frá sér bókina „Þessa heims“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin sjöunda ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur, Þessa heims, og hefur að geyma fimmtíu og sjö ljóð.

Guðrún hefur á síðustu árum skipað sér í raðir góðskálda og hlotið viðurkenningar fyrir ljóð sín. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns út Vör 2007 og ljóðabók hennar Humátt var tilnefnd til Fjöruverðlauna 2016 með eftirfarandi umsögn: Humátt er eftirminnileg, innihaldsrík og vönduð ljóðabók sem einkennist af skörpu innsæi, aðdáunarverðum stílbrögðum og óbilandi tilfinningu fyrir möguleikum ljóðsins.

Þessa heims er 67 blaðsíður. Kápu skrýðir ranghverfa altarisklæðis úr Laufáskirkju frá 1694.

Ljóð Guðrúnar einkennast meðal annars af náttúrstemningu, til dæmis ljóðið „Lauf“ sem við birtum hér:

fátt er hljóðara

hrímföllnu laufi

á heiði

 

ekkert

ódauðlegra

silfruðum orðum

sem sólin lýsir upp

 

örskotsstund

einn vetrarmorgun

 

Nýtt ljóðasafn Guðrúnar fæst í öllum betri bókaverslunum og í vefverslunum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda