fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Guðni Már hefur ekki lengur efni á að búa á Íslandi: Þetta borgar hann á Tenerife fyrir fjögurra herbergja íbúð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að flytja vegna þess að ég hef ekki lengur efni á því að búa á Íslandi,“ segir hinn ástsæli útvarpsmaður Guðni Már Henningsson. Guðni lét af störfum um liðna helgi eftir 24 ára farsælan feril í útvarpi.

Á undanförnum árum hefur Guðni stýrt Næturvaktinni á Rás 2 en hann stýrði einnig Popplandinu á sínum tíma.

Hann ræddi þetta í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 á föstudag og ástæðurnar fyrir því að hann ætlar að segja skilið við Ísland.

„Það er einföld skýring. Það vita það allir að leigumarkaður hér, hann er bara gaggalagú. Og íbúð sem kostaði fjórar milljónir fyrir tíu árum hún er seld á sextíu milljónir í dag. Launin hafa lítið sem ekkert hækkað þannig að ég hef ekki efni á því að búa á Íslandi lengur.“

Þá segir Guðni að aldurinn sé vissulega farinn að segja til sín. Áður hafi hann getað unnið alla daga vikunnar og tekið næturvaktir að auki. Það taki á að sinna Næturvaktinni um helgar sem voru nánast orðnar undirlagðar vinnu.

Guðni Már ætlar að flytja til Tenerife á Spáni þar sem hann hefur tekið íbúð á leigu. Um er að ræða fjögurra herbergja, rúmgóða íbúð sem leigist með húsgögnum. „Fyrir þetta borga ég sjötíu þúsund krónur á mánuði,“ segir hann en gera má ráð fyrir því að sambærileg íbúð í höfuðborginni myndi leigjast á um 250-280 þúsund krónur eða þar um bil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna