Það vilja margir meina það að íslenska landsliðið sé mjög varnarsinnað en strákarnir okkar eru oftar en ekki minna með boltann í sínum leikjum.
Ísland spilar við Argentínu á HM nú rétt í þessu en staðan eftir fyrri hálfleikinn er 1-1.
Sergio Aguero kom Argentínumönnum yfir á 18. mínútu áður en Alfreð Finnbogason jafnaði metin.
Ísland skorar þó nóg af mörkum á stórmótum en liðið er nú búið að skora á HM og þau nokkur á EM í Frakklandi.
Ísland hefur skorað í öllum sínum leikjum á stórmóti en liðið hefur nú leikið sex leiki ef talið er upp leiki á EM og HM.
Ísland hefur samtals gert níu mörk í þeim leikjum sem er bara góð tölfræði og sannar það að okkar menn kunna svo sannarlega að sækja og skora.