Aron Einar Gunnarsson er ekki þekktur fyrir það að skora mörk en hann komst á blað í kvöld.
Aron leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk Wolves í heimsókn í eina leik dagsins.
Wolves komst yfir í fyrri hálfleik en Aron jafnaði svo metin fyrir heimamenn á 65. mínútu leiksins.
Aron tók hálfgerða klippu innan teigs og kom boltanum í netið eins og alvöru framherji!
Staðan er 2-1 fyrir Cardiff þessa stundina en Junior Hoilett kom liðinu svo yfir með frábæru marki.