fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Yrði glaður ef eiginkonan færi frá sér: Hún er brjáluð og lætur fréttamenn heyra það

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. febrúar 2019 09:50

Coleen og Wayne Rooney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, fyrrum fyrirliði Manchester United, komst í fréttirnar í síðasta mánuði eftir ölvun á almannafæri. Rooney var handtekinn á flugvelli í Washington en hann var í annarlegu ástandi eftir langt flug.

Samkvæmt enskum miðlum hefur Rooney komið sér í meira klandur og hótar konan hans, Coleen Rooney að fljúga aftur heim til Bretlands. Þau eru búsett í Bandaríkjunum þessa stundina en Rooney samdi við DC United í MLS-deildinni á síðasta ári. Samkvæmt miðlum ytra hangir hjónaband þeirra á bláþræði og er ástæðan sögð vera sú að eftir að Rooney hafi drukkið ótæplega á bar og reynt að tæla afgreiðslustúlku. Atvikið átti sér stað á Florída þar sem Rooney var í æfingaferð á dögunum.

Saga Wayne Rooney utan vallar: Fyllerí, kaup á vændiskonum og rothögg

Glaður ef hún flytur út:

Ensk blöð fjalla ítarlega um málið og nú er því haldið fram að Wayne yrði bæði svekktur en sáttur ef eiginkonan færi frá sér. Sambandið er komið á slæman stað.

Rooney hefur ekki áhyggjur af því hversu slæm umfjöllunin um hann er en sagt er að hann hafi áhyggjur af því hversu mikil áhrif Coleen lætur fjölskyldu sínu hafa á sig. Það sé alltaf einhver að ráðleggja henni hvað skal gera.

Coleen hefur fjarlægt giftingarhring sinn en saman eiga þau fjögur börn. Sagt er að andrúmsloftið á heimilinu sé mjög slæmt og að Wayne nýti hvert tækifæri til að koma sér út, oftar en ekki til að fá sér aðeins í glas.

Meðferð:

Nú er sagt frá því að Coleen hafi skipað Rooney að leita sér aðstoðar og að hann fari í meðferð, það yrði ekki fyrsta meðferðin samkvæmt enskum miðlum.

Enskir miðlar segja nefnilega frá því að Rooney hafi farið á mikið og langt fyllerí eftir tap gegn Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar fór Rooney á fyllerí í nokkra daga og Coleen lét hann fara að hitta áfengisráðgjafa. Þar ræddi hann málin og tók sig á.

Ísland vann þar sinn fræknasta sigur í fótboltanum gegn Englandi í 16 liða úrslitum, mikið högg fyrir Rooney og félaga, og hann hallaði sér að flöskunni til að gleyma stað og stund.

Coleen er hins vegar ósátt með alla þessa umfjöllun og skellti sér á Twitter í dag og fór að bauna á ensk blöð.

,,Þessi svokallaði vinur sem blöðin treysta á að fá upplýsingar frá og hafa gert lengi, eru líklega að borga honum. Þau verða að hætta. Einn af mörgum hlutum sem þarf að leiðrétta, á Valentínusardag og við að snæða saman? Ég var í Wasinghton og Wayne var á Florida,“ skrifar Coleen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum