fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Varaði Arnar við því að hann væri að gera hræðileg mistök: ,,Hann hafði rétt fyrir sér“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Gunnlaugsson sem er einn af merkilegri knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt, hann var undrabarn. Arnar á tvíburabróðir, Bjarka Gunnlaugsson sem einnig náði í fremstu röð í fótboltanum.

Arnar gerði mistök á ferlinum eins og aðrir en þau stærstu voru að yfirgefa hollenska félagið Feyenoord.

Arnar or bróðir hans Bjarki sömdu við Feyenoord árið 1992 og voru þar í tvö ár. Arnar spilaði níu leiki fyrir aðalliðið.

Það var ekki nógu gott og vildi hann fljótt fara annað og samdi við Nurnberg í Þýskalandi.

Hann viðurkennir að sú ákvörðun hafi verið slæm og varaði forseti félagsins þá bræður við.

,,Það var bara gamli góði hrokinn í okkur. Við áttum aldrei að fara frá klúbbnum,“ sagði Arnar.

,,Við vorum þarna í rúmlega eitt og hálft ár. Þeir leikmenn sem voru á eftir okkur í goggunnarröðinni eins og [Giovanni] van Bronckhorst sem átti frábæran feril, hann var langt á eftir okkur.“

,,Hann var tveimur árum yngri og var fyrirliði í varaliðinu. Við hugsuðum bara að okkur langaði að spila og að við værum farnir.“

,,Þeir buðu okkur nýjan samning og eftir á að hyggja þá voru þetta stór mistök að fara frá Feyenoord á þessum tíma.“

,,Forseti Feyenoord bauð okkur samning og sagði við okkur að hann myndi virða okkar ákvörðun en að þetta væru stærstu mistök sem við myndum nokkurn tímann gera. Hann hafði rétt fyrir sér.“

,,Þegar þú ert kominn í svona klúbb og ert að læra mikið og sýnir ekki þolinmæði. Þú tekur svo miklum framförum án þess að taka eftir því. Svo færðu mínútur gegn Ajax og í Evrópukeppni. Það er engin ástæða til að fara annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum