fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna margir eftir undrabarninu fyrrverandi Ravel Morrison sem lék með Manchester United.

Morrison var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma en þótti oft vera til vandræða utan vallar og hefur ferillinn ekki náð þeim hæðum sem búist var við.

Morrison samdi á dögunum við lið Ostersunds í Svíþjóð eftir nokkur ár hjá ítalska félaginu Lazio.

Hann hefur verið ásakaður um að stela, um að vera metnaðarlaus og fleira en telur sig vera fórnarlamb.

,,Þetta var alltaf: ‘Ravel gerði þetta, Ravel gerði hitt,’ sagði Morrison í samtali við the Times.

,,Það eina sem ég tók voru fótboltaskór sem leikmaðurinn notaði ekki lengur. Úr? Símar? Það var fáránlegt.“

,,Það voru tímar þar sem ég gerði eitthvað vitlaust en yfirleitt var það bara rangur tími á röngum stað með röngu fólki. Þetta var ekki ég að gera eitthvað.“

,,Ég fer ekki út á lífið til að hella mig fullan eða búa til vandræði. Ég keyri ekki fullur, ég reyki ekki og tek ekki eiturlyf. Aðrir leikmenn komast upp með það.“

,,Getið þið ímyndað ykkur hvað hefði gerst ef ég hefði keyrt undir áhrifum? Ef ég geri eitthvað þá er sá stimpill á mér að eilífu.“

,,Ég gerði mistök þegar ég var ungur en það eru tíu ár síðan. Allir gera mistök þegar þeir eru yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum