fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ gagnrýnir Söru Björk: ,,Helst var það óhróður gagnvart Geir“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Helst var það óhróður gagnvart Geir,“ sagði Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ í viðtali í útvarpsþættinum, Fótbolta.net í dag á X977. Þar ræddi hann ársþing KSÍ, sem fram fór um liðna helgi.

Þórir starfar í dag hjá Þrótti en vann hjá KSÍ um mörg ár og þar var Geir Þorsteinsson, hans yfirmaður. Geir hafði látið af störfum sem formaður KSÍ, fyrir tveimur árum en bauð sig aftur fram núna. Hann fékk hins vegar mikinn skell í kosningunni þegar Guðni Bergsson, vann sannfærandi sigur.

Kosningabaráttan var nokkuð hörð og fékk Geir mörg högg úr ólíkum áttu, Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins gagnrýndi störf Geirs og er Þórir ósáttur með það.

,,Það veit aldrei á gott að gera lítið úr störfum annara, ég verð ekkert sérstaklega vinsæll fyrir að segja þetta. Ég varð fyrir sérstaklega miklum vonbrigðum með fyrirliða kvennalandsliðsins, Söru Björk.“

Sara vildi að Guðni myndi halda starfi sínu eins og hann gerði en Þóri fannst það óþarfi að gagnrýna Geir.

,,Mér fannst að hún hefði getað komið stuðningi sínum við Guðna með öðrum leiðum en að gera lítið úr verkum Geirs. Þannig horfi ég á það, ég ber virðingu fyrir henni og þarna komu fram. Það er hægt að lýsa yfir stuðningi með öðrum hætti en þessum.“

,,Ég veit ekkert hvernig Geir hefði eða átti að svara þessu, það fara okkur í þessari hreyfingu betur að sýna virðingu og ekki gera lítið úr áratuga starfi annara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum