Stuðningsmenn Tottenham á Englandi geta ekki beðið eftir því að komast inn á nýjan heimavöll liðsins.
Tottenham hefur undanfarin tvö tímabil spilað á þjóðarleikvangnum Wembley sem margir eru ekki hrifnir af.
Nýr völlur liðsins hefur verið í vinnslu en félagið vonaðist til að geta spilað á honum á þessari leiktíð.
Hann er nú allur að koma til vonast liðið enn til að geta spilað einhverja leiki þar á tímabilinu.
Myndir af vellinum birtust í dag en hann tekur 62 þúsund manns í sæti og er mjög nútímalegur.
Það er erfitt að neita fyrir það að völlurinn sé fallegur en dæmi nú hver fyrir sig.