Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er óánægður með marga stjóra sem létu ekki sjá sig á fundi á dögunum.
UEFA hélt fund fyrir þjálfara liða í Meistaradeildinni en nú styttist í að 16-liða úrslitin fari fram.
UEFA vildi ræða við þjálfarana um notkun VAR í keppninni en aðeins fimm létu sjá sig.
VAR verður notað í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórar á borð við Ole Gunnar Solskjær, Pep Guardiola og Mauricio Pochettino létu ekki sjá sig.
Það var yfirdómari UEFA, Roberto Rosetti, sem sá um fundinn sem fór fram í Frankfurt í Þýskalandi.
,,Þetta var fundur fyrir aðalþjálfara en aðeins fimm mættu,“ sagði Ceferin en önnur lið sendu aðstoðarmenn í staðinn fyrir að mæta í persónu.
,,Liverpool var að spila svo þeir gátu ekki komið. Sumir sendu aðstoðarmenn og aðrir sendu fólk úr markaðsdeildinni. Það var óvirðing í garð Roberto Rosetti.“
,,Ef þeir vilja kvarta yfir dómurum þá ættu þeir allavegana að mæta og sjá hvað sérfræðingar hafa að segja um VAR.“
,,Svo nei, þeir hafa engar afsakanir lengur – sérstaklega þeir sem létu ekki sjá sig.“