fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Blikar staðfesta félagaskipti Andra til sjöfaldra Ítalíumeistara

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, hjá Breiðabliki hefur verið lánaður með forkaupsrétti til ítalska úrvalsdeildarliðsins Bologna fram á sumar. Bologna getur gengið frá kaupunum á meðan lánssamningnum stendur.

Andri Fannar sem er nýorðinn 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann hefur að undanförnu vakið mikla athygli erlendra liða. Í nóvember síðastliðnum fór hann á reynslu til ítalska úrvalsdeildarliðsins SPAL sem gerði í kjölfarið tilboð í Andra Fannar. Áhuginn á Andra var mikill og fleiri ítölsk félög höfðu áhuga á því að fá Blikann unga til liðs við sig. Í desember fór Andri Fannar svo á reynslu til ítalska úrvalsdeildarliðsins Bologna þar sem hann stóð sig vel og leist Andra vel á aðstæður. Félögin komust í kjölfarið að samkomulagi um að Andri Fannar færi á láni til Bologna til 30.júní. Bologna á svo möguleika á því að ganga frá kaupum á Andra Fannari á meðan lánstímanum stendur.

Bologna hefur orðið ítalskur meistari sjö sinnum en þetta fornfræga félag er fimmta sigursælasta félag Ítalíu frá upphafi.

Andri Fannar lék sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar aðeins 16 ára og er á meðal yngstu leikmanna til þess að spila í efstu deild með Blikum frá upphafi. Andri Fannar hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur leikið 21 leik fyrir U-17 og U-18 ára landslið Íslands.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni. Við óskum Andra Fannari góðs gengis á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu
433Sport
Í gær

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
Sport
Í gær

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu