Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi í Katar, var heldur betur upptekinn á lokadegi félagaskiptagluggans.
Heimir tók við Al Arabi á síðasta ári en hann var áður landsliðsþjálfari Íslands við góðan orðstír.
Honum tókst að fá framherjann Wilfried Bony til félagsins í dag en hann gerir lánssamning við félagið út tímabilið.
Bony er fyrrum leikmaður Manchester City en hann hefur lítið getað með Swansea á tímabilinu og mátti fara annað.
Bony þekkir það þó vel að skora mörk og var mjög duglegur fyrir framan markið bæði með Swansea og Vitesse í Hollandi.
Hann verður samningslaus hjá Swansea í sumar og gæti því samið endanlega við Heimi og félaga.