Það er enn óvíst hvað varð um flugvélina sem framherjinn Emmanuel Sala var um borð í þann 21. janúar.
Sala var um borð ásamt flugmanninum David Ibbotson en þeir flugu frá Nantes í Frakklandi til Cardiff.
Flugvélin komst þó aldrei á leiðarenda og hefur verið leitað að farþegum hennar án árangurs.
Berenice Schkair, fyrrum kærasta Sala, trúir því að Sala sé enn á lífi og telur að hann sé fastur á eyju.
,,Ég verð að vona það að hann verði fundinn, og að hann sé enn á lífi. Hvar? Á eyju. Eins og fjölskylda hans hefur sagt, hann getur ekki bara horfið,“ sagði Schkair.
Nú er verið að leita að flugvélinni undir sjávarmáli en ekkert hefur fundist ennþá.