fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Baldvin er 25 ára en hefur barist við heilaæxli í mörg ár: Tekst á við veikindin af miklu æðruleysi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstöðin N4 mun á morgun frumsýna fyrsta þátt í nýrri þáttarröð, Ungt fólk með krabbamein.

Í fyrsta þættinum af Ungt fólk og krabbamein verður farið yfir sögu Baldvins Rúnarssonar en hann greindist með stórt heilaæxli 19 ára gamall, hann er 25 ára í dag og tekst á við veikindin af miklu æðruleysi.

Baldvin er að þjálfa hjá Þór í fótbolta en hann þótti nokkuð efnilegur knattspyrnumaður, veikindin gerðu honum erfitt fyrir að halda þeirri iðkun áfram.

Baldvin lék með Magna í 3. deild karla árið 2014 en hann er áfram að berjast við veikindin sem gerðu fyrst vart við sig fyrir meira en fimm árum.

Hann var að hefja nám á fjórða ár við Menntaskólann á Akureyri þegar veikindin fóru að herja á hann. Baldvin fór fyrst undir hnífinn fyrir jólin árið 2013. Hann hefur tekist á við þessu alvarlega veikindi með ótrúlegu æðruleysi.

,,Ég datt bara fram fyrir mig, og skallaði skrifborðið. Sagði kennarinn mér eftir á,“ sagði Baldvin sem féll niður í kennslustund og þannig komst upp um veikindi hans.

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma
Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jesus orðaður við endurkomu heim

Jesus orðaður við endurkomu heim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Í gær

Þurfa líklega að borga 163 milljónir í lögfræðikostnað – Allar líkur á að hann verði sýknaður

Þurfa líklega að borga 163 milljónir í lögfræðikostnað – Allar líkur á að hann verði sýknaður
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“