fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Eftir að Solskjær tók við: Flest stig, flest mörk, fæst á sig

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Tottenham fékk lið Manchester United í heimsókn. Það var boðið upp á mjög skemmtilegan leik á Wembley en aðeins eitt mark var þó skorað.

Það gerði Marcus Rashford fyrir gestina í rauðu en hann skoraði eina mark leiksins eftir laglega sókn í fyrri hálfleik. Tottenham fékk svo sannarlega færi til að jafna metin en David de Gea var ótrúlegur í marki United.

Spánverjinn varði alls 11 skot í leiknum en kollegi hans hjá Tottenham, Hugo Lloris, þurfti einnig nokkrum sinnum að vera á tánum. United er enn í sjötta sæti deildarinnar en er nú með jafn mörg stig og Arsenal sem situr í fimmta sæti.

Gengi United hefur verið frábær undir Ole Gunnar Solskjær og var liðið að vinna sinn sjötta leik í röð.

Liðið hefur unnið fimm leiki í deildinni, ekkert lið hefur gert það á sama tíma. United hefur skorað fimmtán mörk en það er það mesta í deildinni, þá hefur liðið aðeins fengið á sig þrjú sem er það minnsta í deildinni.

Solskjær er aðeins að stýra United tímabundið en með sama áframhaldi er líklegt að hann fái starfið til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Simons orðaður við Chelsea

Simons orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Birti stórfurðulegt myndband á golfvellinum – Átti í miklum vandræðum með að slá kúluna

Birti stórfurðulegt myndband á golfvellinum – Átti í miklum vandræðum með að slá kúluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Í gær

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni