Leikmenn Rangers í Skotlandi eru staddir í Tenerife á Spáni þessa stundina og eru þar í æfingaferð.
Liðið undirbýr sig fyrir seinni umferð skosku deildarinnar og eru að æfa í hitanum á Tenerife.
Það voru ekki allir sem náðu að höndla æfinguna á Spáni í dag sem Steven Gerrard hafði sett upp.
Gerrard er stjóri Rangers og hefur þótt náð góðum árangri með liðið eftir að hafa tekið við í sumar.
Það var mikið æft í dag og reyndist það of mikið fyrir varnarmanninn Joe Worrall.
Worrall ældi á æfingasvæðinu eftir mikil hlaup og var í smá tíma að jafna sig.
Myndir af þessu má sjá hér.