Sunderland vann 4-0 sigur á U21 árs liði Newcastle í Checkatrade bikarnum í gær en leikið var á Leikvangi ljósins í Norður Englandi. Þarna er um að ræða svakalega erkifjendur, hatur er á milli félaganna.
Á leiknn voru mættir 16 þúsund stuðningsmenn og voru mikil læti á vellinum þegar Sunderland vann granna sína. Mögnuð mæting miðað við varalið.
Sunderland er á vondum stað í dag, miðað við stærð félagsins. Sunderland er í þriðju efstu deild, eftir að hafa fallið niður um deild, tvö ár í röð. Newcastle er hins vegar í ensku úrvalsdeildinni, þar er liðið í fallbaráttu.
Sunderland hefur mikið verið í umræðunni eftir að heimildarþættir um félagið fóru í sýningu á Netflix. Þar var félaginu fylgt eftir á síðustu leiktíð þegar það féll úr næst efstu deild.
Stuðningsmenn Newcastle hafa gaman af óförum Newcastle og sunu í gær. ,,Við sáum ykkur grenja á Netflix.“
Söng þeirra má heyra hér að neðan.
We saw you cry on Netflix #nufc #safc pic.twitter.com/tGuEhadpaS
— Milburn17 (@AnthMilburn17) January 8, 2019