Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru á meðal ellefu bestu leikmanna Norðurlanda, samkvæmt Verdens Gang í Noregi.
Blaðið velur þar draumalið með leikmönnum frá Norðurlöndum en þar eiga Svíar og Danir flesta fulltrúa í liðinu.
Svíar eru með fjóra en þar má nefna Victor Lindelöf varnarmann Manchester United, Danir eru með sama fjölda en þar er Christian Eriksen.
Aron Einar og Gylfi eiga svo sitt sæti en valið byggist á frammistöðu leikmanan árið 2018. Norðmenn eiga svo fremsta mann í liðinu, Johua King framherja Bournemouth.